mánudagur, 1. nóvember 2010

Besta tökuvélin (það er opinbert)

Ný myndbandstökuvél var að koma í hús hjá Grípandi.

Hún er af gerðinni Sony HDR-FX1000 og er high-definition eða háskerpu vél.

Hún er ekki af verri gerðinni. Tímaritið Videomaker.com valdi hana sem bestu myndbands-vélin árið 2009, eða "Videomaker.com 2009 Best Tape Camcorder."

Hér er mynd af dýrðinni. Nú er bara að fara að læra á hana almennilega. Það eru flóknar stillingar og notkunarleiðbeiningarnar eru ekki nema um 120 blaðsíður...



Fyrir átti Grípandi JVC GZ-HD6E videotökuvél, sem er Full High Definition vél, afar þægileg og handhæg. Ein besta og með mest af búnaði og tækniatriðum af svokölluðum litlum pro-sumer vélum. Hér má sjá þá vél.