föstudagur, 18. janúar 2013

Framboðsmyndskeið

Haustið 2010 bauð Grípandi upp á að búa til framboðsmyndskeið, fyrir frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Þannig gerði Grípandi alls átta myndskeið fyrir þrjá frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Þessi myndskeið má sjá á vef Grípandi á þessari síðu hér: Framboðsmyndskeið vegna stjórnlagaþings.


EVP2 spilari í boði!

Hvernig er best að fara að því að koma myndskeiði fyrir á vefsíðu þannig að hægt sé að spila það þar?

Algeng leið sem margir þekkja er að stilla inn myndskeiði af YouTube með því að sækja þangað kóða til að "embed" myndskeiðið eins og það heitir. Þessa aðferð þekkja mjög margir.

Þeir sem eru aðeins þróaðri notast við Vimeo, Revver eða aðrar ögn meira "kúl"

Gallinn við þessar aðferðir eru þær að oft birtast auglýsingar með myndskeiðum og allavega tillögur YouTube um önnur myndskeið, nema að viðkomandi hafi hakað sérstaklega við annað. Ef maður smellir á skjáinn til að setja á pásu er áhorfandinn umsvifalaust kominn inn á YouTube sjálft og hefur yfirgefið vefsíðuna. Þegar maður er að selja eitthvað eða kynna er grundvallaratriði að halda áhorfandanum á sinni eigin síðu en missa hann ekki að óþörfu yfir á aðra síðu.

Næsta aðferð er sú að koma fyrir sérstökum myndskeiðsspilara á vefnum, sem að sækir myndskeiðið í möppu á hýsingarsvæði vefjarins, eða þá t.d. í S3 geymsluþjónustu Amazon ef myndskeiðið er geymt þar. Algengasti spilarinn er JW Player frá Longtailvideo.

Grípandi getur hins vegar boðið þróuðustu lausnina sem að útspekúleruðustu markaðsmenn á vefnum nota: EVP2 eða Easy Video Player. Grípandi hefur keypt commercial licence af útgefanda og getur því komið fyrir spilaranum á vef viðskiptavina ef mönnum sýnist svo.

Hverjir eru kostir EVP2?

  • Spilaðu myndskeið á venjulegan hátt, eins og hér að ofan, en þú getur bætt við... : 
  • Komdu "keyptu núna" (buy now) hnappi fyrir inni á video skjánum sjálfum
  • Settu form inn á skjáinn, til að slá inn t.d. nafn og tölvupóst þess sem horfir, með "senda" hnapp.
  • Settu inn grafíska þætti sem birtast nákvæmlega þegar þú vilt, og hægt er að smella á (hafa tengil eða "link" tengdan við).
  • Láttu myndskeiðsforritið stýra öðrum þáttum á vefsíðunni, t.d. láttu texta og hnapp birtast undir myndskeiðinu nákvæmlega þegar þú vilt.
  • Gerðu samanburðarprufur (split testing) á tveimur myndskeiðum sem forritið birtir þá á víxl, til að mæla hvort myndskeiðið skilar betri árangri.
  • Búðu til html kóða fyrir nýja vefsíðu, ekki aðeins með EVP2 spilaranum heldur einnig hnöppum tilbúnum fyrir koment og að senda á Facebook t.d.
  • Beindu áhorfandanum beint og sjálfkrafa á aðra síðu beint eftir að myndskeiði lýkur.
  • ... og fleira. Við skulum ekki eyða of miklu plássi hérna!
Ræddu við Grípandi um hvaða lausn getur aukið árangurinn hjá þér!

mánudagur, 1. nóvember 2010

Besta tökuvélin (það er opinbert)

Ný myndbandstökuvél var að koma í hús hjá Grípandi.

Hún er af gerðinni Sony HDR-FX1000 og er high-definition eða háskerpu vél.

Hún er ekki af verri gerðinni. Tímaritið Videomaker.com valdi hana sem bestu myndbands-vélin árið 2009, eða "Videomaker.com 2009 Best Tape Camcorder."

Hér er mynd af dýrðinni. Nú er bara að fara að læra á hana almennilega. Það eru flóknar stillingar og notkunarleiðbeiningarnar eru ekki nema um 120 blaðsíður...



Fyrir átti Grípandi JVC GZ-HD6E videotökuvél, sem er Full High Definition vél, afar þægileg og handhæg. Ein besta og með mest af búnaði og tækniatriðum af svokölluðum litlum pro-sumer vélum. Hér má sjá þá vél.

laugardagur, 30. október 2010

RSS til að fylgjast með.

Hérna vera sett ný myndskeið og bloggpóstar um ýmislegt sem viðkemur myndskeiðum sem á ensku kallast online video, web video eða Interent video. Þau hafa verið í geysimikilli sókn á síðustu árum þannig að það verður örugglega nóg að tala um!

Ég bendi þér á að smella á RSS hnappinn. Þannig færðu meldingu í RSS/blogg lesarann þinn um leið og nýtt efni kemur hér fram.

Sem dæmi um RSS/blogg lesara er Google Reader, ef þú hefur ekki tekið slíkan í þína þjónustu. Hér eru listar yfir lesara fyrir Windows: Top 9 Windows RSS Feed Readers and News Aggregators og líka fyrir Apple: Top 10 Mac RSS News Feed Readers / News Aggregators.

Verðum í sambandi....

Sverrir Sv. Sigurðarson - framkvæmdastjóri Grípandi - myndskeiða á vefnum.

"Teleprompter" í þjónustu Grípandi

Nú í vikunni kom með UPS póststendingu frá Bandaríkjunum svokölluð teleprompter eining. Með henni getur Grípandi boðið þá þjónustu að manneskja sem myndskeið er tekið af, getur lesið texta beint um leið og horft er í linsuna. Þetta er gert með því að stilla upp tölvuskjá með skáhallandi gagnsæju spegilgleri framan við myndbandstökuvélina.

Þetta er svipuð tækni og notuð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Líklega eru ekki margir hér á landi sem búa yfir sömu tækni og Grípandi, utan sjónvarpsstöðvanna. Með þessu er hægt að taka upp afar sannfærandi kynningarmyndskeið þar sem lesinn er upp reiprennandi fyrirfram skrifaður texti.

Hér er mynd sem sýnir þetta, en Grípandi er reyndar með aðeins öðruvísi útlítandi borð, og jafnframt stærri og flottari myndbandstökuvél en sést á myndinni.

þriðjudagur, 11. maí 2010

Þá er að leggja í hann

Þetta blogg mun birta hugrenningar og gagnlegar ábendingar um markaðsmál, og þá einkanlega um myndskeið á vefnum - online video - enda er bloggið í tengslum við þjónustu á því sviði sem ég er að rúlla í gang.

Það var haustið 2008 sem ég kom auga á ákveðna aðferð sem við getum kallað víða dreifingu á myndskeiðum sem mér fannst dæmalaust sniðug. Ég hafði þá um nokkurt skeið haft auga á myndskeiðum og langaði að læra betur að nýta þau.

Í janúar 2009 ákvað ég að þarna væri á ferðinni svið sem margir gætu haft gagn af ef það væri í boði, þ.e. bæði að búa til myndskeið og svo að beita ýmsum nýjum aðferðum til að markaðssetja þjónustu, vöru, hugmyndir og málstað með þeim. Ég sá að ekki voru margir að bjóða slíka þjónustu. Ég ákvað að stefna á að útvíkka mína starfsemi með slíkri þjónustu. Eftir nokkra umhugsun datt mér í hug nafnið Grípandi, og hannaði merki þjónustunnar, höndina sem er að grípa tækifærið...!

Mikið var þó eftir að gera áður en ég gæti boðið prófessional þjónustu á þessu sviði. Mikill tími hefur farið í að lesa og læra, prófa og rannsaka. Fyrsta verkefnin voru fyrir ættingja og vini, en einnig var fyrsta borgaða verkefnið sumarið 2009 fyrir 4th Floor Hotel sem reyndust góðir viðskiptavinir og er ég þakklátur fyrir það. Á vef Grípandi eru nú um 28 myndskeið þegar þetta er ritað og er þér boðið að skoða þau.

Hér verður mikið af áhugaverðum upplýsíngum eins og áður sagði, og fyrst verða tilkynningar um frítt ör-námskeið um myndskeið sem ég býð upp á á vefnum www.gripandi.is um leið og hver námskeiðshluti kemur inn. Námskeiðið er í 8 hlutum, hver hluti 2 til 4 mínútur, og hentar nútímafólki til að fá yfirsýn yfir miðilinn. Það er í boði bæði í texta og hljóðskrá. Innan skamms verða komin myndskeið um hvern hluta og verða þau boðin einnig. Til viðbótar við þessi 8 námskeið eru tveir hlutar til viðbótar, um útfærslur og verkferlið, og eru þeir hlutar aðgengilegir fyrir hugsanlega viðskiptavini Grípandi, þegar viðræður eru hafnar.

Vertu velkomin/n á bloggið!