þriðjudagur, 11. maí 2010

Þá er að leggja í hann

Þetta blogg mun birta hugrenningar og gagnlegar ábendingar um markaðsmál, og þá einkanlega um myndskeið á vefnum - online video - enda er bloggið í tengslum við þjónustu á því sviði sem ég er að rúlla í gang.

Það var haustið 2008 sem ég kom auga á ákveðna aðferð sem við getum kallað víða dreifingu á myndskeiðum sem mér fannst dæmalaust sniðug. Ég hafði þá um nokkurt skeið haft auga á myndskeiðum og langaði að læra betur að nýta þau.

Í janúar 2009 ákvað ég að þarna væri á ferðinni svið sem margir gætu haft gagn af ef það væri í boði, þ.e. bæði að búa til myndskeið og svo að beita ýmsum nýjum aðferðum til að markaðssetja þjónustu, vöru, hugmyndir og málstað með þeim. Ég sá að ekki voru margir að bjóða slíka þjónustu. Ég ákvað að stefna á að útvíkka mína starfsemi með slíkri þjónustu. Eftir nokkra umhugsun datt mér í hug nafnið Grípandi, og hannaði merki þjónustunnar, höndina sem er að grípa tækifærið...!

Mikið var þó eftir að gera áður en ég gæti boðið prófessional þjónustu á þessu sviði. Mikill tími hefur farið í að lesa og læra, prófa og rannsaka. Fyrsta verkefnin voru fyrir ættingja og vini, en einnig var fyrsta borgaða verkefnið sumarið 2009 fyrir 4th Floor Hotel sem reyndust góðir viðskiptavinir og er ég þakklátur fyrir það. Á vef Grípandi eru nú um 28 myndskeið þegar þetta er ritað og er þér boðið að skoða þau.

Hér verður mikið af áhugaverðum upplýsíngum eins og áður sagði, og fyrst verða tilkynningar um frítt ör-námskeið um myndskeið sem ég býð upp á á vefnum www.gripandi.is um leið og hver námskeiðshluti kemur inn. Námskeiðið er í 8 hlutum, hver hluti 2 til 4 mínútur, og hentar nútímafólki til að fá yfirsýn yfir miðilinn. Það er í boði bæði í texta og hljóðskrá. Innan skamms verða komin myndskeið um hvern hluta og verða þau boðin einnig. Til viðbótar við þessi 8 námskeið eru tveir hlutar til viðbótar, um útfærslur og verkferlið, og eru þeir hlutar aðgengilegir fyrir hugsanlega viðskiptavini Grípandi, þegar viðræður eru hafnar.

Vertu velkomin/n á bloggið!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli