laugardagur, 30. október 2010

"Teleprompter" í þjónustu Grípandi

Nú í vikunni kom með UPS póststendingu frá Bandaríkjunum svokölluð teleprompter eining. Með henni getur Grípandi boðið þá þjónustu að manneskja sem myndskeið er tekið af, getur lesið texta beint um leið og horft er í linsuna. Þetta er gert með því að stilla upp tölvuskjá með skáhallandi gagnsæju spegilgleri framan við myndbandstökuvélina.

Þetta er svipuð tækni og notuð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Líklega eru ekki margir hér á landi sem búa yfir sömu tækni og Grípandi, utan sjónvarpsstöðvanna. Með þessu er hægt að taka upp afar sannfærandi kynningarmyndskeið þar sem lesinn er upp reiprennandi fyrirfram skrifaður texti.

Hér er mynd sem sýnir þetta, en Grípandi er reyndar með aðeins öðruvísi útlítandi borð, og jafnframt stærri og flottari myndbandstökuvél en sést á myndinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli