laugardagur, 30. október 2010

RSS til að fylgjast með.

Hérna vera sett ný myndskeið og bloggpóstar um ýmislegt sem viðkemur myndskeiðum sem á ensku kallast online video, web video eða Interent video. Þau hafa verið í geysimikilli sókn á síðustu árum þannig að það verður örugglega nóg að tala um!

Ég bendi þér á að smella á RSS hnappinn. Þannig færðu meldingu í RSS/blogg lesarann þinn um leið og nýtt efni kemur hér fram.

Sem dæmi um RSS/blogg lesara er Google Reader, ef þú hefur ekki tekið slíkan í þína þjónustu. Hér eru listar yfir lesara fyrir Windows: Top 9 Windows RSS Feed Readers and News Aggregators og líka fyrir Apple: Top 10 Mac RSS News Feed Readers / News Aggregators.

Verðum í sambandi....

Sverrir Sv. Sigurðarson - framkvæmdastjóri Grípandi - myndskeiða á vefnum.

"Teleprompter" í þjónustu Grípandi

Nú í vikunni kom með UPS póststendingu frá Bandaríkjunum svokölluð teleprompter eining. Með henni getur Grípandi boðið þá þjónustu að manneskja sem myndskeið er tekið af, getur lesið texta beint um leið og horft er í linsuna. Þetta er gert með því að stilla upp tölvuskjá með skáhallandi gagnsæju spegilgleri framan við myndbandstökuvélina.

Þetta er svipuð tækni og notuð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna. Líklega eru ekki margir hér á landi sem búa yfir sömu tækni og Grípandi, utan sjónvarpsstöðvanna. Með þessu er hægt að taka upp afar sannfærandi kynningarmyndskeið þar sem lesinn er upp reiprennandi fyrirfram skrifaður texti.

Hér er mynd sem sýnir þetta, en Grípandi er reyndar með aðeins öðruvísi útlítandi borð, og jafnframt stærri og flottari myndbandstökuvél en sést á myndinni.