föstudagur, 18. janúar 2013

EVP2 spilari í boði!

Hvernig er best að fara að því að koma myndskeiði fyrir á vefsíðu þannig að hægt sé að spila það þar?

Algeng leið sem margir þekkja er að stilla inn myndskeiði af YouTube með því að sækja þangað kóða til að "embed" myndskeiðið eins og það heitir. Þessa aðferð þekkja mjög margir.

Þeir sem eru aðeins þróaðri notast við Vimeo, Revver eða aðrar ögn meira "kúl"

Gallinn við þessar aðferðir eru þær að oft birtast auglýsingar með myndskeiðum og allavega tillögur YouTube um önnur myndskeið, nema að viðkomandi hafi hakað sérstaklega við annað. Ef maður smellir á skjáinn til að setja á pásu er áhorfandinn umsvifalaust kominn inn á YouTube sjálft og hefur yfirgefið vefsíðuna. Þegar maður er að selja eitthvað eða kynna er grundvallaratriði að halda áhorfandanum á sinni eigin síðu en missa hann ekki að óþörfu yfir á aðra síðu.

Næsta aðferð er sú að koma fyrir sérstökum myndskeiðsspilara á vefnum, sem að sækir myndskeiðið í möppu á hýsingarsvæði vefjarins, eða þá t.d. í S3 geymsluþjónustu Amazon ef myndskeiðið er geymt þar. Algengasti spilarinn er JW Player frá Longtailvideo.

Grípandi getur hins vegar boðið þróuðustu lausnina sem að útspekúleruðustu markaðsmenn á vefnum nota: EVP2 eða Easy Video Player. Grípandi hefur keypt commercial licence af útgefanda og getur því komið fyrir spilaranum á vef viðskiptavina ef mönnum sýnist svo.

Hverjir eru kostir EVP2?

  • Spilaðu myndskeið á venjulegan hátt, eins og hér að ofan, en þú getur bætt við... : 
  • Komdu "keyptu núna" (buy now) hnappi fyrir inni á video skjánum sjálfum
  • Settu form inn á skjáinn, til að slá inn t.d. nafn og tölvupóst þess sem horfir, með "senda" hnapp.
  • Settu inn grafíska þætti sem birtast nákvæmlega þegar þú vilt, og hægt er að smella á (hafa tengil eða "link" tengdan við).
  • Láttu myndskeiðsforritið stýra öðrum þáttum á vefsíðunni, t.d. láttu texta og hnapp birtast undir myndskeiðinu nákvæmlega þegar þú vilt.
  • Gerðu samanburðarprufur (split testing) á tveimur myndskeiðum sem forritið birtir þá á víxl, til að mæla hvort myndskeiðið skilar betri árangri.
  • Búðu til html kóða fyrir nýja vefsíðu, ekki aðeins með EVP2 spilaranum heldur einnig hnöppum tilbúnum fyrir koment og að senda á Facebook t.d.
  • Beindu áhorfandanum beint og sjálfkrafa á aðra síðu beint eftir að myndskeiði lýkur.
  • ... og fleira. Við skulum ekki eyða of miklu plássi hérna!
Ræddu við Grípandi um hvaða lausn getur aukið árangurinn hjá þér!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli